6. maí 2014

Byrjendanámskeið hlaupahóps Stjörnunnar og Heilsuborgar

Byrjendanámskeið hlaupahóps Stjörnunnar og Heilsuborgar hefst laugardaginn 10. maí kl. 9.30

Hlaupahópur Stjörnunnar og Heilsuborg kynna nýtt sex vikna hlaupanámskeið fyrir byrjendur.

Námskeiðið byrjar laugardaginn 10. maí kl. 9.30.

Æfingar verða þriðjudaga kl. 17.30 og laugardaga kl. 9.30. Hist er við íþróttamiðstöðina í Ásgarði, Garðabæ.

Heilsuborg býður aukalega upp á þrekpróf í byrjun og lok námskeiðs ásamt heilsumati þar sem gerðar eru mælingar, farið yfir mataræði og veitt aðstoð við fyrstu skrefin að bættri heilsu.

Námskeiðið kostar 9.900 krónur og verð fyrir heilsumat er 7.900 krónur.

Nánari upplýsingar veita:

Hlaupahópur Stjörnunnar:  agnarjon@gmail.com
Heilsuborg:  Inga@heilsuborg.is