Breyting á aðalskipulagi Garðabæjar 2004-2016 og deiliskipulagi Arnarness
Þann 3. apríl sl. samþykkti bæjarstjórn Garðabæjar breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar 2004-2016 sem nær til byggðar á Arnarnesi í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða var samþykkt tillaga að deililskipulagi sama svæðis í samræmi við 41. grein sömu laga.
Breytingartillaga aðalskipulags var samþykkt óbreytt frá kynntri tillögu þar sem innsendar athugasemdir gáfu ekki tilefni til breytinga.
Gerðar voru breytingar á deiliskipulagstillögunni í kjölfar innsendra athugasemda. Sýnilegur byggður flötur á lóð var hækkaður úr 30% í 35% og í stað tveggja fjölbýlishúsa á óbyggðu svæði efst í Hegranesi er nú gert ráð fyrir einbýlishúsum.
Aðalskipulagsbreytingin og deiliskipulagið er nú til athugunar hjá Skipulagsstofnun. Að þeirri athugun lokinni verða birtar auglýsingar um gildistöku aðalskipulagsbreytingarinnar og deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.
Í samræmi við 2. mgr. 32. gr. og 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er niðurstaða bæjarstjórnar hér með auglýst.
Garðabær