25. apr. 2014

Tilboð í innanhússfrágang í Ísafold

Garðabær, óskar eftir tilboðum í innanhússfrágang vegna sjúkraþjálfunar í hjúkrunarheimilinu og þjónustuseli Ísafoldar að Sjálandi í Garðabæ.

 Hjúkrunarheimilið
ÍSAFOLD
Garðabær, óskar eftir tilboðum í innanhússfrágang vegna sjúkraþjálfunar í hjúkrunarheimilinu og þjónustuseli Ísafoldar að Sjálandi í Garðabæ. Verkið nær til fullnaðar frágangs að innan og skilast húsið tilbúið til notkunar án búnaðar. Aðlaga þarf núverandi tæknikerfi (frárennsliskerfi, neysluvatn, hitakerfi, vatnsúðakerfi og loftræsikerfi) að nýju skipulagi.

Stærð verks er um 263 m2 . 
Helstu magntölur eru:

  • Loftræsikerfi  1000 m3/klst          
  • Vatnsúðakerfi  280 m2 
  • Málaðir fletir 500 m2
  • Gifsveggir 160 m²
  • Niðurhengd loft 263 m²
  • Gólfdúkar 263 m2
      

Verkinu skal vera lokið eigi síðar en 1.september 2014.
Útboðsgögn verða afhent rafrænt á verkefnavef verksins, lykilorð að útboðsgögnum veitir Karl Ásgrímur Ágústsson sími 840–1640 karl@thg.is. Einnig er hægt að fá gögnin afhent á geisladisk frá kl. 1400 þriðjudaginn 29. apríl n.k. Í þjónustuveri Garðabæjar.
Tilboð verða opnuð á bæjarskrifstofum Garðabæjar, Garðatorgi 7, 210 Garðabæ föstudaginn 16. maí 2014 kl. 14:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.