14. apr. 2014

Tillögur á breytingu á deiliskipulagi Sjálands og Akrahverfis

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með eftirfarandi tillögur að breytingum á deiliskipulagi í samræmi við 1.mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010
Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með eftirfarandi tillögur að breytingum á deiliskipulagi í samræmi við 1.mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010

1. Tillaga að breytingu deiliskipulags Sjálands, Strikið 1-3


Tillagan gerir ráð fyrir því að byggingarreitur fjölbýlishúss og aðkoma og fyrirkomulag bílastæðakjallara breytist. Byggingarmagn er óbreytt. 
 

2. Tillaga að breytingu deiliskipulags Akrahverfis, hljóðvarnir við Hafnarfjarðarveg

Tillagan gerir ráð fyri breytingum á hljóðmönum og legu göngustígs við Hafnarfjarðarveg á móts við Breiðakur.

Tillögurnar liggja frammi á bæjarskrifstofum Garðabæjar, Garðatorgi 7, frá 14. apríl til og með 26. maí 2014. Þær eru ennfremur aðgengilegar hér fyrir neðan. 

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til þess að skila inn athugasemdum rennur út mánudaginn 26. maí 2014. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Garðabæjar og skulu þær vera skriflegar og undirritaðar. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir þeim.

Arinbjörn Vilhjálmsson
skipulagsstjóri Garðabæjar

Manir við Hafnarfjarðarveg

Strikið 1-3, deiliskipulagsbreyting