11. apr. 2014

Tilkynning til þátttakenda í vorsýningu Jónshúss 8.-10. maí 2014

Tekið verður á móti sýningarmunum í Jónshúsi þriðjudaginn 6. maí frá kl. 09:30-15:30.

Tekið er á móti sýningarmunum í Jónshúsi þriðjudaginn 6. maí frá kl. 09:30-15:30. Ekki er tekið við munum utan þess tíma. Allir munir þurfa að vera merktir með nafni eiganda á litlum snyrtilegum miðum.

Óskað er eftir að sem flestir eldri borgarar taki þátt í sýningunni, til að gera hana sem fjölbreyttasta og skemmtilegasta. Aðallega er verið að sækjast eftir munum sem hafa verið unnir í vetur, eða hafa ekki verið á sýningu áður.

Vorsýningin verður opin fimmtudaginn 8. maí kl. 14:00-16:00, föstudaginn 9. maí kl. 09:30-16:00 og laugardaginn 10. maí kl. 13:00-16:00.

Kaffi og te verður í boði hússins og meðlæti selt á vægu verði.