Útboð - Viðbygging við Hofsstaðaskóla
Garðabær, auglýsir eftir tilboðum í byggingu 2ja hæða viðbyggingar við Hofsstaðaskóla, Skólabraut 5 í Garðabæ, ásamt breytingum innandyra í núverandi skólabyggingu og frágangi aðliggjandi lóðar umhverfis viðbyggingu.
Garðabær, auglýsir eftir tilboðum í byggingu 2ja hæða viðbyggingar við Hofsstaðaskóla, Skólabraut 5 í Garðabæ, ásamt breytingum innandyra í núverandi skólabyggingu og frágangi aðliggjandi lóðar umhverfis viðbyggingu.
Byggingin er staðsteypt 2ja hæða skólabygging með flötu einangruðu og dúklögðu þaki, pússuð að utan og einangruð og pússuð að innan. Byggingunni skal skilað fullbúinni að utan sem innan 1. ágúst 2015.