Vinnuaðstaða fyrir listamenn í Króki á Garðaholti
Auglýst er eftir umsóknum listamanna/fræðimanna um tímabundna vinnuaðstöðu í Króki á Garðaholti. Í boði eru 1-3 mánuðir í senn. Um er að ræða úthlutun á vorönn og haustönn 2014. Bærinn Krókur er bárujárnsklæddur burstabær á Garðaholti í eigu Garðabæjar. Í Króki er eitt herbergi sérstaklega ætlað sem vinnuaðstaða fyrir listamann/fræðimann. Í öðrum herbergjum hússins eru varðveitt gömul húsgögn og aðrir munir.
Rafræn umsóknareyðublöð eru inni á Mínum Garðabæ.
Reglur um úthlutun vinnuaðstöðunnar
Nánari upplýsingar um Krók á Garðaholti
Umsóknarfrestur er til og með 3. febrúar nk. Nánari upplýsingar um Krók og vinnuaðstöðuna veitir Hulda Hauksdóttir upplýsingafulltrúi í s. 525 8500, netfang: hulda@gardabaer.is
Menningar- og safnanefnd Garðabæjar