9. jan. 2014

Hægt að sækja um Nordjobb frá 6. janúar

Ertu á aldrinum 18-28 ára? Þá er Nodjobb kannski eitthvað fyrir þig

Hægt er að sækja um Nordjobb frá og með 6. janúar á www.nordjobb.org.

Nordjobb miðlar sumarvinnu, húsnæði og tómstundadagskrá á hinum Norðurlöndunum til ungmenna á aldrinum 18-28 ára.

Markmið verkefnisins er að stuðla að auknum hreyfanleika á norræna vinnumarkaðnum og bættri þekkingu á norrænum tungumálum og menningu.

Allar nánari upplýsingar eru á vefnum: www.nordjobb.org