Útboð - Urriðaholtsskóli - hönnun
Bæjarsjóður Garðabæjar óskar eftir áhugasömum ráðgjöfum til að taka þátt í útboði á hönnun vegna nýbyggingar skólahúsnæðis í Urriðaholti í Garðabæ. Óskað er eftir tilboðum frá hönnunarhópum sem samanstanda af eftirfarandi hönnuðum:
? Arkitektum
? Verkfræðihönnuðum
? Landslagsarkitektum
? Ráðgjöfum í brunahönnun
? Ráðgjöfum í hljóðvist
? Vottuðum BREEAM - ráðgjöfum
Kynningarfundur með bjóðendum verður haldinn þann 5. desember n.k.kl. 13:00 á skrifstofu Garðabæjar, Garðatorgi 7.
Útboðsgögn á rafrænu formi er hægt að sækja án endurgjalds hér á vef Garðabæjar.
Útboð þetta er auglýst í stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Tilboðum ásamt umbeðnum fylgigögnum skal skila í þjónustuver Garðabæjar, Ráðhúsinu, Garðatorgi 7 í Garðabæ, eigi síðar en 13. janúar 2014 kl. 13.00. Verða þau þá opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Umsjónaraðili með útboði er VSÓ Ráðgjöf f.h. Garðabæjar.
Fundargerð opnunarfundar 13. janúar 2014 og listi yfir bjóðendur.
Bæjarverkfræðingurinn í Garðabæ