21. nóv. 2013

Tillaga að deiliskipulagi á Álftanesi, Kirkjubrú 1 - forkynning

Í samræmi við 4. mgr. 40. greinar skipulagslaga nr. 123 2010 auglýsir Garðabær hér með forkynningu á tillögu að deiliskipulagi Kirkjubrúar 1 sem nær til svæðisins sunnan við íbúðarbyggð við Tjarnarbrekku.

TILLAGA AÐ DEILISKIPULAGI Á ÁLFTANESI. KIRKJUBRÚ 1
FORKYNNING

Í samræmi við 4. mgr. 40. greinar  skipulagslaga nr. 123 2010 auglýsir Garðabær hér með forkynningu á tillögu að deiliskipulagi Kirkjubrúar 1 sem nær til svæðisins sunnan við íbúðarbyggð við Tjarnarbrekku. Tillagan er í samræmi við aðalskipulag Álftaness 2005-2024.

Tillagan gerir ráð fyrir því að heimilt verði að reisa 14 einbýlishús og 6 parhús, alls 26 íbúðareiningar á svæðinu. Allar byggingar verði einnar hæðar. Aðkoma verður frá Tjarnarbrekku.

Almennur kynningarfundur verður haldinn í Álftanesskóla mánudaginn 25.nóvember og hefst hann klukkan 17:30.
Á fundinum mun tillagan verða kynnt, opnað fyrir umræður og spurningum svarað.

Forkynning stendur yfir til 6.desember nk.  Á meðan á forkynningu stendur er hægt að koma ábendingum til skipulagsstjóra sem einnig mun svara fyrirspurnum um útfærslu tillögunnar.

Öllum ábendingum verður komið á framfæri við skipulagsnefnd og bæjarstjórn en vakin er athygli á því að þær teljast ekki formlegar athugasemdir. Að lokinni forkynningu verður tillagan lögð fram í skipulagsnefnd þar sem farið verður yfir ábendingar sem kunna að  berast.

Þegar  bæjarstjórn hefur að tillögu skipulagsnefndar samþykkt að auglýsa kynningu á tillögu að deiliskipulagi verður það gert með áberandi hætti og gefst þá tækifæri til að gera formlegar athugasemdir við tillöguna.
Tillagan er aðgengileg hér á heimasíðu Garðabæjar og í þjónustuveri Garðabæjar frá 20. nóvember  til 6. desember 2013.

Arinbjörn Vilhjálmsson
skipulagsstjóri Garðabæjar

Kirkjubrú 1, dsk tillaga, greinargerð, forkynning

Kirkjubrú 1, dsk tillaga, skýringarmynd, forkynning

Kirkjubrú 1, dsk tillaga, uppdráttur, forkynning