21. nóv. 2013

Bætt hljóðvist við Hafnarfjarðarveg - samráðsfundur

Boðað er til samráðsfundar með íbúum við Faxatún, Aratún, Goðatún Hörgatún, Breiðakur, Dalakur og Árakur, til að ræða tillögur að hljóðvörnum og landslagsmótun austan Hafnarfjarðarvegar. Fundurinn verður haldinn í Hofsstaðaskóla, fimmtudaginn 28. nóvember kl. 18:00.

Bætt hljóðvist við Hafnarfjarðarveg.
Fundur með íbúum fimmtudaginn 28. nóvember kl. 18.

Boðað er til samráðsfundar með íbúum við Faxatún, Aratún, Goðatún Hörgatún, Breiðakur, Dalakur og Árakur, til að ræða tillögur að hljóðvörnum og landslagsmótun austan Hafnarfjarðarvegar.
Á fundinum verða kynntar tillögur til úrbóta og leitað eftir samráði við íbúa um útfærslur á þeim.

Fundurinn verður haldinn í Hofsstaðaskóla,  fimmtudaginn 28. nóvember kl. 18:00.

Það er mikils virði að sem flestir sem hagsmuna eiga að gæta komi á fundinn.

Með ósk um gott samstarf,
Eysteinn Haraldsson
bæjarverkfræðingur