14. nóv. 2013

Tillaga að breytingu deiliskipulags Ása og Grunda

Garðabær auglýsir hér með kynningu á tillögu að breytingu deiliskipulags Ása og Grunda sem nær til opna svæðisins við Arnarnesvog, norðan og austan við fjölbýlishúsið Alviðru við Sjávargrund.

Í samræmi við 1.mgr. 43.gr. og 1. mgr. 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 auglýsir Garðabær hér með kynningu á tillögu að breytingu deiliskipulags Ása og Grunda sem nær til opna svæðisins við Arnarnesvog, norðan og austan við fjölbýlishúsið Alviðru við Sjávargrund.

Tillagan gerir ráð fyrir því að heimilt verði að reisa 30 raðhús á einni hæð með bílageymslu. Stærð húsa yrði á bilinu 130-150 fermetrar. Leikskólalóð norðan Alviðru verður felld út úr deiliskipulagi samkvæmt tillögunni. Gert er ráð fyrir hljóðmönum meðfram Hafnarfjarðarvegi. Hljóðútreikningar sýna að mön hefur ekki áhrif á hlóðvist í Silfurtúni sbr. meðfylgjandi gögn. Fyrirhugaður smágolfvöllur, brennustæði og stígar færast lítillega til miðað við gildandi skipulag.
Markmið deiliskipulagsbreytingarinnar er að mynda heildstæða, þétta húsaþyrpingu og skjólgóð garðrými í nánum tengslum við útivistarsvæði við Arnarnesvog.
Deiliskipulagstillagan er unnin í samvinnu við Byggingarsamvinnufélag eldri borgara í Garðabæ sem hefur gert samkomulag við Garðabæ um uppbyggingu 25 íbúða á umræddu svæði sem ætlaðar eru félagsmönnum. Áformað er að í 5 húsum sem standa næst Vífilsstaðavegi verði sérhannaðar íbúðir fyrir fatlað fólk.

Tillagan liggur frammi á bæjarskrifstofum Garðabæjar , Garðatorgi 7 frá 15. nóvember til og með 27. desember 2013. Hún er einnig aðgengileg á vef Garðabæjar www.gardabaer.is .

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdum rennur út föstudaginn 27. desember 2013.

Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Garðabæjar og skulu þær vera skriflegar og undirritaðar. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni.

Arinbjörn Vilhjálmsson
skipulagsstjóri Garðabæjar 

Deiliskipulagstillaga - uppdráttur

Skipulagslýsing - skipulagsskilmálar

Skýringaruppdráttur 

Áhrif hljóðmanar á byggð í Silfurtúni

Umferðarhávaðamat tillögunnar

Ásar - skýringarmynd 1 - þrívídd

Ásar - skýringarmynd 2 - þrívídd

Ásar - skýringarmynd - hljóðmön