Íþróttamaður Garðabæjar - tilnefningar félaga
Íþróttamaður Garðabæjar 2013
Verðlaunahátíð 12. janúar 2014
Tilnefningar á íþróttakarli og íþróttakonu Garðabæjar
Í tilefni af vali á íþróttakarli og íþróttakonu Garðabæjar óskar íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar eftir tilnefningum íþróttafélaga og deilda til Íþróttamanns Garðabæjar 2013. Óskað er eftir að sem flestar íþróttagreinar sendi inn tilnefningar bæði á karli og konu.
Verðlaunahátíðin fer fram í fimleikasalnum Ásgarði sunnudaginn 12. janúar kl. 13:00.
Val á íþróttakarli og íþróttakonu Garðabæjar fer fram með opinni vefkosningu eins og síðustu þrjú ár á íbúagátt Garðabæjar í fyrstu viku nýs árs. Atkvæði í þeirri kosningu vega jafnt á móti kosningu innan íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar.
Íþróttamaður Garðabæjar getur aðeins sá eða sú orðið sem stundar íþróttir með félagi sem starfar í Garðabæ, eða er íbúi í Garðabæ en stundar íþrótt sína utan Garðabæjar enda sé íþróttin ekki í boði innan Garðabæjar.
Sæmdarheitið Íþróttakarl eða Íþróttakona Garðabæjar er að jafnaði ekki veitt íþróttamönnum yngri en 18 ára og aldrei yngri en 16 ára.
Upplýsingar sem beðið er um varðandi íþróttakarl og íþróttakonu Garðabæjar eru eftirfarandi:
- Nafn, heimilisfang og símanúmer íþróttamannsins, fæðingardagur og ár.
- Með hvaða íþróttafélagi íþróttamaðurinn keppir og í hvaða íþróttagrein.
- Hversu lengi íþróttamaðurinn hefur æft íþróttina.
- Hversu margar klst. íþróttamaðurinn æfir í viku.
- Helsti árangur og titlar sem íþróttamaðurinn hefur unnið til sem einstaklingur og/eða með liði sínu á árinu 2013.
- Félagsleg hlið íþróttamannsins, reglusemi, ástundun og framkoma.
- Önnur atriði sem talið er nauðsynlegt að telja upp til að lýsa íþróttamanninum sem best.
Vinsamlega hafið upplýsingarnar sem nákvæmastar til að hægt verði að styðjast við þær við val á Íþróttamanni Garðabæjar.
Ábendingar þurfa að hafa borist til Kára Jónssonar íþróttafulltrúa Garðabæjar með tölvupósti karijo@gardabaer.is í síðasta lagi 10. desember 2013.
Kallað verður sérstaklega eftir öðrum verðlaunahöfum síðar.
Virðingarfyllst,
Kári Jónsson, íþróttafulltrúi Garðabæjar