1. nóv. 2013

Endurskoðun svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins

Verkefnislýsing vegan endurskoðunar svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins er aðgengileg hér á vefnum

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gerðu í ágúst 2012 með sér samning um endurskoðun svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins. Sameiginleg svæðisskipulagsnefnd leiðir verkefnið, sameiginlega stefnu sveitarfélaganna um hagkvæma og sjálfbæra þróun höfuðborgarsvæðisins.

Tekin hefur verið saman lýsing á því hvernig staðið verður að verkefninu. Lýsingin er forskrift að þeirri vinnu sem framundan er; viðfangsefni hennar og verklag. Allar sveitarstjórnir hafa samþykkt lýsinguna og er verkefnið þegar komið vel af stað.

Lýsingin er nú kynnt á vef Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, www.ssh.is , og á heimasíðum aðildarsveitarfélaganna, Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Kjósarhrepps, í samræmi við 23. gr. skipulagslaga. Útprentað eintak liggur einnig frammi á skrifstofum SSH, Hamraborg 9, Kópavogi.

Íbúar á höfuðborgarsvæðisins og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér lýsinguna og koma á framfæri ábendingum um nálgun og helstu forsendur áætlunargerðarinnar. Þær má senda til ssh@ssh.is  eða til svæðisskipulagsstjóra SSH, Hamraborg 9, 200 Kópavogi.

Svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins

Smellið á myndina til að fá verkefnislýsinguna í pdf-skjali.

 Svæðisskipulag 2015-2040 Verkefnislýsing