1. nóv. 2013

Auglýst eftir jólatrjám úr görðum

Auglýsum eftir jólatrjám úr görðum til að setja á opin svæði bæjarins.

Viltu losna við fallegt greni úr garðinum þínum? Er það farið að skyggja á sólina?

Auglýsum eftir jólatrjám úr görðum til að setja á opin svæði bæjarins. Komum og skoðum og tökum tréð að kostnaðarlausu ef við notum það.

Hafið samband í síma 820 8587 eða á skiptiborð þjónustumiðstöðvar í síma 525 8580.

Jólakveðja,
Sigurður Hafliðason
forstöðumaður þjónustumiðstöðvar Garðabæjar