14. jún. 2013

Húsnæði fyrir hárgreiðslustofu

Ísafold, nýtt hjúkrunarheimili og þjónustumiðstöð, Strikinu 3, Garðabæ auglýsir húsnæði til leigu fyrir hárgreiðslustofu.

Ísafold, nýtt hjúkrunarheimili og þjónustumiðstöð, Strikinu 3, Garðabæ auglýsir húsnæði til leigu fyrir hárgreiðslustofu. Gólfflötur húsnæðis er 20m². Rýmið er í þjónustumiðstöð á fyrstu hæð hjúkrunarheimilisins. Í þjónustumiðstöðinni er aðstaða fyrir dagdvöl, félagslega heimaþjónustu, fótaaðgerðarstofu, bakarí, sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun. Einstaklingar jafnt sem hárgreiðslustofur eru hvattir til að sækja um.

Áhugasamir aðilar skulu skila upplýsingum um sig og væntanlegan rekstur á bæjarskrifstofur Garðabæjar, Garðatorgi 7, 210 Garðabæ, eigi síðar en föstudaginn 28. júní. nk. kl. 12:00.

Skilmálar   

Teikning af 1. hæð hjúkrunarheimilisins