7. jún. 2013

Skóflustunga við nýjan miðbæ

Framkvæmdir við nýjan miðbæ í Garðabæ hefjast að nýju þriðjudaginn 11. júní kl. 14 þegar fyrsta skóflustungan að bílakjallara á torginu verður tekin á Garðatorgi.

Framkvæmdir við nýjan miðbæ í Garðabæ hefjast að nýju þriðjudaginn 11. júní kl. 14 þegar fyrsta skóflustungan að bílakjallara á torginu verður tekin á Garðatorgi.  Verslunin Víðir býður upp á veitingar í göngugötunni fyrir gesti og gangandi í tilefni dagsins að lokinni skóflustungu.  Allir velkomnir.

Upplýsingar um framkvæmdir við nýjan miðbæ.

 

Því miður fylgir jafn viðamiklum framkvæmdum þó nokkuð rask sem mun snerta fyrirtæki, stofnanir og íbúa í miðbænum. Í fyrsta áfanga er nauðsynlegt að girða af nokkurn hluta bílastæða á Garðatorgi og jafnframt má búast við ónæði meðan á jarðvinnu stendur.

Ábendingum og fyrirspurnum er einnig hægt að beina til þjónustuvers Garðabæjar,
Garðatorgi 7, í síma 525 8500 eða netfangið: gardabaer@gardabaer.is

Með ósk um góða samvinnu um nýjan
miðbæ Garðabæjar.