3. jún. 2013

Deiliskipulag í Arnarnesi

Tillaga að deiliskipulagi íbúðarbyggðar í Arnarnesi

Í samræmi við 1. mgr. 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 auglýsir Garðabær hér með kynningu á tillögu að deiliskipulagi íbúðarbyggðar í Arnarnesi. Tillagan er nú kynnt öðru sinni með smávægilegum breytingum. 

Deiliskipulagstillagan er sett fram á tveimur uppdráttum og í greinargerð. Þar er kveðið á um öll atriði deiliskipulags í samræmi við skipulagslög og skipulagsreglugerð, s.s. byggingarreiti, nýtingarhlutfall, hæð húsa, útfærslu opinna svæða o.s.frv.

Við gerð tillögunnar hefur verið leitast við að viðhalda þeim ákvæðum sem voru hluti af upphaflegu skipulagi Arnarness frá 1961 en auk þess eru nú sett ákvæði um nýtingarhlutfall íbúðarhúsa og breytta landnotkun á háholtinu sem skilgreint er sem almenningsgarður í tillögunni.

Við gildistöku deiliskipulagsins fellur eldra deiliskipulag Arnarness endanlega úr gildi.

Deiliskipulagstillaga þessi er kynnt samhliða tillögu að breytingu aðalskipulags Garðabæjar 2004-2016 sem nær til sama svæðis.

Tillagan liggur frammi á bæjarskrifstofum Garðabæjar, Garðatorgi 7 frá 4. júní til og með 27. ágúst 2013. Hún er ennfremur aðgengileg hér fyrir neðan.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdum rennur út þriðjudaginn 27. ágúst 2011 kl. 16.00. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Garðabæjar og skulu þær vera skriflegar og undirritaðar. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests teljast samþykkir henni.

Arinbjörn Vilhjálmsson
skipulagsstjóri Garðabæjar

Deiliskipulagstillaga - aðaluppdráttur

Eldra skipulag

Greinargerð með deiliskipulagstillögunni