Sumarakstur Strætó
Sumarakstur Strætó á höfuðborgarsvæðinu hefst þann 9. júní nk. Breytingar verða á leiðum 2, 11, 12, 13, 14, 15 og 28, þessar leiðir munu aka á 30 mínútna tíðni allan daginn.
Sumarakstur Strætó á höfuðborgarsvæðinu hefst þann 9. júní nk. Breytingar verða á leiðum 2, 11, 12, 13, 14, 15 og 28, þessar leiðir munu aka á 30 mínútna tíðni allan daginn.
Vegna lokunar á Hverfisgötu í sumar munu leiðir 1, 3, 6, 11, 12 og 13 flytjast yfir á Sæbraut. Vagnarnir munu aka Snorrabrautina að Sæbrautinni og að Kalkofnsvegi við Hörpu, þaðan fara vagnarnir að Lækjartorgi. Vagnarnir munu svo aka sömu leið til baka. Biðstöðvar verða við Hörpu og Sólfarið
Ekki verða fleiri breytingar á leiðum Strætó, nánari upplýsingar er að finna á strætó.is