Kjörfundur vegna kosninga til Alþingis
Kjörfundur vegna kosninga til Alþingis, er fram eiga að fara 27. apríl 2013 verður í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og í Álftanesskóla.
Kjörfundur vegna kosninga til Alþingis, er fram eiga að fara 27. apríl 2013 verður í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og í Álftanesskóla. Í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ verður kosið í eftirfarandi kjördeildum.
I. Kjördeild Aftanhæð – Bjarkarás (Íslendingar búsettir erlendis)
II. Kjördeild Blikanes - Fífumýri
III. Kjördeild Frjóakur - Holtsbúð
IV. Kjördeild Hraunás - Langafit
V. Kjördeild Langalína – Marargrund
VI. Kjördeild Markarflöt - Stórás
VII. Kjördeild Strandvegur – Ögurás (húsanöfn og bæir)
Í Álftaneskóla verður kosið í eftirfarandi kjördeildum.
I. Kjördeild Asparholt – Lambhagi
II. Kjördeild Litabæjarvör – Þóroddakot (húsanöfn og bæir)
Athygli er vakin á því að Íslendingar sem búsettir eru erlendis og áttu síðast lögheimili hér á landi í Sveitarfélaginu Álftanesi eru á kjörskrá í I. kjördeild í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ.
Kjörfundur mun hefjast kl. 09:00 og standa til kl. 22:00.
Kjörstjórn Garðabæjar mun hafa aðsetur á kennarastofu Fjölbrautaskólans í Garðabæ og hverfisstjórn Álftaness á kennarastofu Álftanesskóla meðan á kjörfundi stendur.
Talning atkvæða fer fram hjá Yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis sem hefur aðsetur í Kaplakrika, Hafnarfirði.
Kjörstjórn Garðabæjar