17. apr. 2013

Kaldavatnslaust á Álftanesi frá kl. 17-21 miðv 17. apr

Í dag, miðvikudaginn 17. apríl, verður kaldavatnslaust á öllu Álftanesi frá kl. 17:00 til 21:00 vegna viðhalds á stofnlögn.

Tilkynning frá Orkuveitu Reykjavíkur:
 

Kaldavatnslaust á Álftanesi kl. 17-21

Í dag, miðvikudaginn 17. apríl, verður kaldavatnslaust á öllu Álftanesi frá kl. 17:00 til 21:00 vegna viðhalds á stofnlögn. 

Við höfum borið út tilkynningar í hús á Álftanesi þar sem athygli íbúa er vakin á þeirri brunahættu sem skapast þegar skrúfað er frá blöndunartækjum en ekkert kalt vatn er að fá. Við biðjum  íbúa að gæta fyllsta öryggis allan þann tíma sem lokunin stendur.

Ráðlegt er að fylla á baðkar eða fötur til að hafa vatn til að sturta niður meðan á kaldavatnsleysinu stendur. Gleymist það má nota heitt vatn úr fötu. Skorti nauðsynlega drykkjarvatn meðan á kaldavatnsleysinu stendur, er öruggast að sjóða vatn úr heita krananum og kæla það niður áður en þess er neytt. Brennisteinninn í vatninu getur valdið sumum óþægindum en er skaðlaus.

Við leggjum áherslu á að engin brunaslys verði á fólki af völdum heita vatnsins á meðan á viðgerð stendur.
Ástæða lokunarinnar er að Vatnsveita Garðabæjar þarf að sinna viðhaldi á stofnlögn og það hindrar að vatn komist til viðskiptavina Orkuveitunnar á Álftanesi.

Sjá upplýsingar um stillingu á hita á slóðinni http://www.stillumhitann.is/