16. apr. 2013

Kjörskrá Garðabæjar

Kjörskrá vegna kosninga til Alþingis er fram eiga að fara 27. apríl 2013, liggur frammi almenningi til sýnis í þjónustuveri Garðabæjar í Ráðhúsinu við Garðatorg, frá og með 17. apríl 2013 til kjördags.
Kjörskrá vegna kosninga til Alþingis er fram eiga að fara 27. apríl 2013, liggur frammi almenningi til sýnis í þjónustuveri Garðabæjar í Ráðhúsinu við Garðatorg, frá og með 17. apríl 2013 til kjördags.

Á kjörskrá skal taka þá sem uppfylla skilyrði 1. mgr. 1.gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000 og skráðir eru með lögheimili í sveitarfélaginu samkvæmt íbúaskrá 23. mars 2013, sbr 1. mgr. 23. gr. sömu laga.

Íslendingar búsettir erlendis skemur en í 8 ár eru einnig á kjörskrá og er þá miðað við flutningsdag eftir 1. desember 2004. Miða skal við síðasta skráða lögheimili hér á landi.

Íslendingar búsettir erlendis lengur en 8 ára geta verið á kjörskrá enda hafi þeir sótt um það til Þjóðskrár Íslands fyrir 1. desember 2012. Miða skal við síðasta skráða lögheimili hér á landi.

Erlendir ríkisborgarar eiga ekki kosningarétt við alþingiskosningar og eru því ekki á kjörskrárstofni.

Athugasemdir við kjörskrá skulu berast bæjarstjórn, en leiðréttingar á kjörskrá má gera til kjördags.

Bæjarritari