Innritun í 5 ára bekk í Flataskóla
Innritun nemenda í 5 ára bekk Flataskóla (börn fædd 2008) fyrir skólaárið 2013-2014 stendur yfir dagana 4.-20. apríl.
Innritun fer fram á skrifstofu skólans en einnig er að hægt að sækja um rafrænt á Mínum Garðabæ.
Í 5 ára bekknum er lögð áhersla á að „nám er leikur“. Í gegnum leikinn er fengist við lestrarnám, stærðfræði, náttúrufræði, list- og verkgreinar, félagslega hæfni og skapandi viðfangsefni.
Boðið er upp á sveigjanlegan vistunartíma barnanna í skólanum eins og í leikskólum bæjarins (lágmarksvistun er þó frá klukkan 8:30 – 14:00). Gjald er það sama og fyrir leikskóladvöl á öðrum leikskólum bæjarins.
Nánari upplýsingar eru á vef skólans www.flataskoli.is
Einnig má hafa sambandi við skólann í síma 5658560/6171570 eða á netföngin olofs@flataskoli.is og thora@flataskoli.is til að fá allar helstu upplýsingar.
Fræðslu- og menningarsvið