Aðalskipulag Garðabæjar 2004-2016 - Heiðmörk og Sandahlíð
Bæjarstjórn Garðabæjar hefur að tillögu skipulagsnefndar samþykkt lýsingu að gerð breytingar á aðalskipulagi Garðabæjar 2004-2016 í samræmi við 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin nær til þess hluta Heiðmerkur sem er innan staðarmarka Garðabæjar, auk skógræktarsvæðis í Sandahlíð. Samhliða aðalskipulagsbreytingu verður unnin tillaga að deiliskipulagi sem nær til sama svæðis.
Með breytingartillögunni er ráðgert að allt svæðið verði skilgreint sem „opið svæði“ í stað „opið svæði til sérstakra nota“ og „óbyggt svæði“ í gildandi aðalskipulagi. Í deiliskipulagstillögu er stefnt að því að festa Heiðmörk og Sandahlíð í sessi sem útivistarsvæði og miðar tillaga að aðalskipulagsbreytingu að sama marki.
Lýsingin er aðgengileg á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is og í þjónustuveri Garðabæjar.
Þeir sem vilja koma með ábendingar um innihald lýsingarinnar er hér með gefinn kostur á því til fimmtudagsins 25. apríl 2013.
Arinbjörn Vilhjálmsson
skipulagsstjóri Garðabæjar
Lýsing að gerð breytingar á aðalskipulagi Garðabæjar 2004-2016