Fermingarblað í 35 ár
Skátafélagið Vífill hefur í ár gefið út fermingarblað í 35 ár. Nýjasta blaðinu verður dreift til bæjarbúa 13. og 14. mars.
Skátafélagið Vífill hefur í ár gefið út fermingarblað í 35 ár. Nýjasta blaðinu verður dreift til bæjarbúa 13. og 14. mars.
Í blaðinu er að finna ýmsan fróðleik um skátastarf almennt, starfsemi skátafélagsins, myndir úr starfinu auk lista yfir fermingarbörn í Garðabæ.
Því miður er blaðinu ekki dreift í hús á Álftanesi í ár en vonandi verður svo á næsta ári.
Eintök af blaðinu munu liggja frammi í íþróttamiðstöðvum, bönkum, bókasafninu, á bæjarskrifstofunum og hjá þjónustuaðilum. Nálgast má rafræna útgáfu blaðsins svo og eldri árganga á vef félagsins www.vifill.is