Innritun í grunnskóla í Garðabæ fyrir skólaárið 2013-2014
Innritun nemenda í 1. bekk (f. 2007) og 8. bekk (f. 2000) fer fram dagana 5. -22. mars nk. á skrifstofum skólanna kl. 9.00-15.00 og rafrænt á Mínum Garðabæ. Athugið að nauðsynlegt er að innrita nemendur í 8. bekk. Innritun lýkur 22. mars nk.
Sömu daga fer fram skráning vegna nemenda í 2.-9. bekk sem óska eftir að flytjast á milli skóla. Áríðandi er að foreldrar tilkynni óskir um flutning milli skóla fyrir 22. mars nk. Eftir þann tíma er ekki öruggt að hægt sé að koma til móts við óskir um skólavist.
Innritun þeirra barna sem óska eftir dvöl á tómstundaheimilum Álftanesskóla, Flataskóla, Hofsstaðaskóla og Sjálandsskóla á næsta ári fer einnig fram þessa sömu daga. Á skrifstofum skólanna eru eyðublöð fyrir slíka umsókn. Eyðublöð eru einnig á Mínum Garðabæ. Mikilvægt er að sótt sé sem fyrst um dvöl á tómstundaheimilum.
Nánari upplýsingar má nálgast í skólunum:
• Álftanesskóli sími 540-4700, www.alftanesskoli.is
• Flataskóli sími 565-8560, www.flataskoli.is
• Garðaskóli sími 590-2500, www.gardaskoli.is
• Hofsstaðaskóli sími 565-7033, www.hofsstadaskoli.is
• Sjálandsskóli sími 590-3100, www.sjalandsskoli.is
• Barnaskóli Hjallastefnunnar sími 555-7710, www.hjalli.is/barnaskolinn
• Alþjóðaskólinn sími 590-3106, www.internationalschool.is
Athygli er vakin á að umsóknarfrestur um heimild til að stunda nám í grunnskólum annarra sveitarfélaga og sjálfstætt reknum grunnskólum skólaárið 2013-2014 er til 10. apríl og skulu umsóknir berast skóladeild. Vakin er athygli á að umsókn fyrir nemanda sem stundar nám í grunnskóla utan Garðabæjar þarf að endurnýja fyrir hvert skólaár. Hægt er að sækja um rafrænt á Mínum Garðabæ.
Deildarstjóri skóladeildar
Sjá einnig tilkynningu um yfirlit kynninga þar sem skólar verða með opið hús fyrir foreldra og nemendur.
Í Garðabæ velja foreldrar í hvaða grunnskóla þeir senda barn sitt. Komi til þess að aðsókn í tiltekinn skóla verði meiri en húsrými leyfir gilda eftirfarandi viðmið um forgang nemenda í þann skóla:
1. Lögheimili í Garðabæ
2. Nálægð heimilis við skóla
3. Systkini stundar nám í skólanum
4. Sérþarfir nemanda sem metið er að viðkomandi skóli hafi betri forsendur til að sinna
5. Aðrar persónulegar ástæður eða aðstæður fjölskyldu sem mat er lagt á.
Skólastjórnendur grunnskóla í Garðabæ geta heimilað nemanda með lögheimili í öðru sveitarfélagi en Garðabæ skólavist í grunnskóla Garðabæjar enda sé nægjanlegt húsrými til staðar, ákvörðunin leiði ekki til viðbótarkostnaðar fyrir Garðabæ og fyrir liggi samningur við hlutaðeigandi sveitarfélag um greiðslu námskostnaðar. Að öllu jöfnu ganga þeir nemendur fyrir sem eru innritaðir á auglýstum tíma.