25. feb. 2013

Forkynning á breytingu aðalskipulags í Arnarnesi

Aðalskipulag Garðabæjar 2004-2016, tillaga að breytingu í Arnarnesi. Forkynning.

Aðalskipulag Garðabæjar 2004 - Tillaga að breytingu í Arnarnesi

Forkynning

Í samræmi við 2. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 auglýsist hér með forkynning tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2004-2016.
Tillagan nær til byggðar í Arnarnesi og gerir ráð fyrir því að opna svæðið efst á hæðinni fái landnotkun sem „opið svæði til sérstakra nota“ í stað „íbúðarbyggðar“.

Tillagan gerir einnig ráð fyrir því að stofnstígur sem liggur um Hegranes og Súlunes flytjist að Hafnarfjarðarvegi.

Breytingarnar eru í samræmi við tillögu að deiliskipulagi íbúðarbyggðar í Arnarnesi. Í kjölfar forkynningar er stefnt er að því að kynna deiliskipulagstillöguna samhliða tillögu að breytingu aðalskipulags.

Forkynning stendur til þriðjudagsins 12. mars næstkomandi.

Tillagan liggur frammi í þjónustuveri Garðabæjar, Garðatorgi 7. Hún er einnig aðgengileg hér á vef Garðabæjar.

Ábendingar vegna tillögunnar skulu berast skipulagsstjóra á meðan á forkynningu stendur.

Tillaga að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2004-2016, í Arnarnesi.