Auglýsing um deiliskipulag
AUGLÝSING UM DEILISKIPULAG Í GARÐABÆ
Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með kynningu á breytingum eftirfarandi deiliskipulagsáætlana í samræmi við 1.mgr. 41. gr. og 1.mgr. 43.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
1. Austurhraun 9, tillaga að breytingu deiliskipulags Molduhrauns.
Tillagan gerir ráð fyrir stækkun byggingarreits og lóðar.
Austurhraun 9 - breyting á deiliskipulagi Molduhrauns (pdf-skjal)
Yfirlitsuppdráttur vegna Urriðaholts:
Deiliskipulag vesturhluta Urriðaholts - breytingar á skipulagsuppdrætti (pdf-skjal)
2. Vesturhluti Urriðaholts, breyting á ákvæði skipulagsskilmála.
Tillagan gerir ráð fyrir breytingu á ákvæði um inn- og útdregna byggingarreiti.
Vesturhluti Urriðaholts - byggingarreitir - uppdráttur (pdf-skjal)
Vesturhluti Urriðaholts - byggingarreitir - skýringartexti (pdf-skjal)
3. Keldugata 20, tillaga að breytingu deiliskipulags Vesturhluta Urriðaholts.
Tillagan gerir ráð fyrir fjölgun íbúða úr 3 í 6. Byggingarmagn íbúða helst óbreytt en eykst í bílageymslum.
Keldugata 20 - uppdráttur (pdf-skjal)
4. Hraungata 3-17, tillaga að breytingu deiliskipulags Vesturhluta Urriðaholts.
Tillagan gerir ráð fyrir fjölgun íbúða úr 8 í 11-16. Byggingarmagn íbúða svo til óbreytt en eykst í bílageymslum.
Hraungata 3-17 - uppdráttur (pdf-skjal)
5. Hraungata 25-39, tillaga að breytingu deiliskipulags Vesturhluta Urriðaholts.
Tillagan gerir ráð fyrir fjölgun íbúða úr 8 í 12. Byggingarmagn íbúða svo til óbreytt en eykst í bílageymslum.
Hraungata 25-29 - uppdráttur (pdf-skjal)
6. Bæjargata 1 og 3-7, tillaga að breytingu deiliskipulags Vesturhluta Urriðaholts.
Tillagan gerir ráð fyrir fækkun íbúða úr 6 í 5, lóðirnar sameinast og húsagerðir breytast. Byggingarmagn minnkar.
Bæjargata 1 og 3-7 - uppdráttur (pdf-skjal)
7. Víkurgata 1-9, tillaga að breytingu deiliskipulags Vesturhluta Urriðaholts.
Tillagan gerir ráð fyrir fækkun íbúða úr 5 í 4. Byggingarmagn minnkar.
Víkurgata 1-9 - uppdráttur (pdf-skjal)
8. Dýjagata 2-8, tillaga að breytingu deiliskipulags Vesturhluta Urriðaholts.
Tillagan gerir ráð fyrir að íbúðum fækki úr 4 í 3. Byggingarmagn minnkar.
Dýjagata 2-8 - uppdráttur (pdf-skjal)
9. Holtsvegur 23-25, tillaga að breytingu deiliskipulags Vesturhluta Urriðaholts.
Tillagan gerir ráð fyrir fjölgun íbúða úr 12 í 16-19. Byggingarmagn íbúða helst óbreytt en eykst í bílageymslum.
Holtsvegur 23-25 - uppdráttur (pdf-skjal)
10. Holtsvegur 27-33, tillaga að breytingu deiliskipulags Vesturhluta Urriðaholts.
Tillagan gerir ráð fyrir fjölgun íbúða úr 6-8 í 6-9 á hverri lóð. Byggingarmagn íbúða helst óbreytt en eykst í bílageymslum.
Holtsvegur 27-33 - uppdráttur (pdf-skjal)
11. Holtsvegur 35-37, tillaga að breytingu deiliskipulags Vesturhluta Urriðaholts.
Tillagan gerir ráð fyrir fjölgun íbúða úr 22-24 í 22-27. Byggingamagn íbúða helst óbreytt en eykst í bílageymslum.
Holtsvegur 35-37 - uppdráttur (pdf-skjal)
12. Holtsvegur 39-47, tillaga að breytingu deiliskipulags Vesturhluta Urriðaholts.
Tillagan gerir ráð fyrir fjölgun íbúða úr 33-42 í 32-45. Byggingamagn íbúða helst óbreytt en eykst í bílageymslum.
Holtsvegur 39-47 - uppdráttur - skjal 1 (pdf-skjal)
Holtsvegur 39-47 - uppdráttur - skjal 2 (pdf-skjal)
Tillögurnar liggja frammi á bæjarskrifstofum Garðabæjar, Garðatorgi 7, frá 21. desember 2012 til og með 4. febrúar 2013. Þær eru einnig aðgengilegar hér á heimasíðu Garðabæjar .
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til þess að skila inn athugasemdum rennur út mánudaginn 4. febrúar 2013.
Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Garðabæjar og skulu þær vera skriflegar og undirritaðar. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni.
Arinbjörn Vilhjálmsson
skipulagsstjóri Garðabæjar