10. des. 2012

Aðalskipulag Garðabæjar - Arnarnes

Bæjarstjórn Garðabæjar hefur samþykkt lýsingu á gerð tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2004-2016 í samræmi við 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr.123/2010.

Aðalskipulag Garðabæjar 2004-2016

Lýsing á tillögu að breytingu í Arnarnesi.

Bæjarstjórn Garðabæjar hefur samþykkt lýsingu á gerð tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2004-2016 í samræmi við 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr.123/2010.

Breytingartillagan mun gera ráð fyrir því að opna svæðið á háholti sem afmarkast af Hegranesi, Arnarnesi, Tjaldanesi og Æðarnesi verði skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota og sem svæði fyrir þjónustustofnanir. Einnig verður gert ráð fyrir því að stofnstígur sem nú liggur um Hegranes og Súlunes verði meðfram Hafnarfjarðarvegi. +

Lýsingin er aðgengileg í þjónustuveri og á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is.

Hægt er að skila ábendingum vegna lýsingarinnar til skipulagsstjóra til 3. janúar 2013.

Garðabær

Lýsing á tillögu að breytingu í Arnarnesi