Kjörskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslu
KJÖRSKRÁ GARÐABÆJAR
Kjörskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslu sem fyrirhuguð er 20. október 2012, liggur frammi almenningi til sýnis í þjónustuveri Garðabæjar við Garðatorg, frá og með 10 október nk. til kjördags.
Á kjörskrá eru allir íslenskir ríkisborgarar sem skráðir voru með lögheimili í Garðabæ samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár 29. september og fæddir eru 20. október 1994 og fyrr.
Íslenskir ríkisborgarar, sem flutt hafa lögheimili sitt til útlanda eftir 1. desember 2003 og náð hafa 18 ára aldri á kjördag, eru á kjörskrá í Garðabæ hafi þeir átt hér síðast lögheimili.
Íslenskir ríkisborgarar, sem flutt hafa lögheimili sitt til útlanda fyrir 1. desember 2003, verða teknir á kjörskrá við þessar kosningar hafi þeir sótt um það til Þjóðskrár fyrir 1. desember 2011.
Erlendir ríkisborgarar eiga ekki kosningarrétt við þjóðaratkvæðagreiðsluna og eru því ekki á kjörskrá.
Athugasemdir við kjörskrá skulu berast bæjarstjórn, en leiðréttingar á kjörskrá má gera til kjördags.
Kjörfundur verður í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og hefst kl. 09:00 árdegis og stendur til kl. 22:00.
Bæjarritari