Rusladallar fjarlægðir tímabundið
Rusladallar sem eru um bæinn við opin svæði og göngustíga verða teknir niður tímabundið um áramótin
Rusladallar sem eru um bæinn við opin svæði og göngustíga verða teknir niður tímabundið um áramótin. Er þetta gert til að koma í veg fyrir eyðileggingu á þeim. Síðastliðin ár hafa þessir kassar verið sprengdir upp í kringum áramót með tilheyrandi kostnaði. Sem dæmi þá voru 18 kassar sprengdir í fyrra.
Göngu- og útivistarfólk er beðið um að sýna þolinmæði vegna þessa. Dallarnir verða settir upp aftur um leið og sprengingum fækkar eftir áramót og þrettándann.
Munum að ganga vel um náttúruna
Forstöðumaður áhaldahúss