Flettiskilti í Vetrarmýri
AUGLÝSING UM DEILISKIPULAGSBREYTINGU Í GARÐABÆ
HNOÐRAHOLT OG VETRARMÝRI.
Flettiskilti í Vetrarmýri við mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Vífilstaðavegar.
Breyting deiliskipulags.
Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með kynningu á tillögu að deiliskipulagi Hnoðraholts og Vetrarmýrar skv 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br.
Gert er ráð fyrir því að 8,5 metra hátt flettiskilti verði staðsett á fyllingu í suðvesturhorni Vetrarmýrar, norðan Vífilstaðavegar og austan Reykjanesbrautar.
Skiltið er utan helgunarsvæðis þjóðvega. Skiltið kemur í stað fyrir flettiskilti sem nú er staðsett vestan Reykjanesbrautar og norðan Vífilstaðavegar.
Skipulagssvæði deiliskipulagsins minnkar samkvæmt tillögunni til samræmis við útfærslu á akreinum við mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Hafnarfjarðarvegar.
Tillagan liggur frammi á bæjarskrifstofum Garðabæjar, Garðatorgi 7, frá 15. desember til og með 26. janúar 2009. Tillagan er ennfremur aðgengileg hér á heimasíðu Garðabæjar.
Auglýsingaskilti - Hnoðraholt - Vetrarmýri (pdf-skjal)
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdum rennur út miðvikudaginn 26. janúar 2009. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Garðabæjar og skulu þær vera skriflegar og undirritaðar. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni.
Auglýsingin er birt aftur vegna tæknilegra mistaka við birtingu auglýsingar í Lögbirtingablaðinu.
Arinbjörn Vilhjálmsson
skipulagsstjóri Garðabæjar