9. des. 2008

Íþróttamaður Garðabæjar

Í tilefni af vali á Íþróttamanni Garðabæjar óskar Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar eftir útnefningu til Íþróttamanns Garðabæjar 2008.



Íþróttamaður Garðabæjar 


Í tilefni af vali á Íþróttamanni Garðabæjar óskar Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar eftir útnefningu til Íþróttamanns Garðabæjar 2008.

Upplýsingar sem beðið er um eru eftirfarandi: 

  • Nafn og heimilisfang íþróttamannsins, fæðingardagur og ár. 
  • Með hvaða íþróttafélagi íþróttamaðurinn 
    keppir og í hvaða grein. 
  • Hversu lengi íþróttamaðurinn hefur æft íþróttina. 
  • Hversu oft íþróttamaðurinn æfir í viku. 
  • Helsti árangur og titlar sem íþróttamaðurinn hefur unnið til sem einstaklingur og/eða með liði sínu. 
  • Félagsleg hlið íþróttamannsins, reglusemi, 
    ástundun og framkoma. 
  • Önnur atriði sem þú telur nauðsynlegt að telja upp til að lýsa íþróttamanninum sem best. 

Einnig er óskað eftir upplýsingum um einstaklinga sem hafa orðið  Íslands-, deildar- eða bikarmeistarar í íþróttagreinum  sem ekki eru stundaðar í Garðabæ en eru stundaðar 
með félagi utan bæjarins. 

Vinsamlega hafið upplýsingarnar sem nákvæmastar  til að hægt verði að styðjast við þær við val á Íþróttamanni Garðabæjar 2008. 

Ábendingar þurfa að hafa borist fyrir 15. desember 2008

Hægt er að skila ábendingum í Íþróttamiðstöðina Ásgarð eða senda á: patrekurjo@gardabaer.is.