Jólafundur kvenfélagsins
Jólafundur Kvenfélags Garðabæjar verður haldinn að Garðaholti þriðjudaginn 2. desember nk. og hefst hann kl. 20:00. Þema fundarins er: "Gamalt"
Jólafundur Kvenfélags Garðabæjar verður haldinn að Garðaholti þriðjudaginn 2. desember nk. og hefst hann kl. 20:00. Þema fundarins er: "Gamalt" Að venju verður margt til skemmtunar en í skemmtinefnd eru þær Svanhildur Guðmundsdóttir og Dagmar Elín Sigurðardóttir. Meðal annars verður boðið upp á tónlistaratriði, happdrætti, fundarsölunefndin verður með spennandi söluvarning og flutt verður hugvekja.
Kaffinefnd er í höndum hverfa: 4, 5, 6 og 12 sem mætir kl.19:00.
Stjórnin
www.kvengb.is