Tríó Ómars Guðjónssonar
Tríó Ómars Guðjónssonar heldur tónleika í sal Tónlistarskólans í Garðabæ miðvikudaginn 12. nóvember. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og með Ómari leika tónlistarmennirnir Matthías MD Hemstock á trommur og Þorgrímur Jónsson á kontrabassa.
Tríó Ómars Guðjónssar heldur tónleika í sal Tónlistarskólans í Garðabæ (við Kirkjulund) miðvikudaginn 12. nóvember. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og með Ómari leika tónlistarmennirnir Matthías MD Hemstock á trommur og Þorgrímur Jónsson á kontrabassa.
Strákarnir eru á tónleikaferðalagi í kringum landið og Ómar gat ekki hugsað sér að sleppa úr Garðabæ en þar elur hann manninn og hefur gert nánast alla tíð. Ómar starfar einnig sem kennari við Tónlistarskólann í Garðabæ.
Leikin verða lög af nýútkomnri geislaplötu Fram Af sem Ómar gaf út nú nýverið og hefur fengið ákaflega góð viðbrögð.
Miðasala á tónleikastað. Almennt miðaverð er 1500 kr, nemendur 1000 kr.
Tónleikarnir eru styrktir af menningar- og safnanefnd Garðabæjar.