Haustvaka Kvennakórsins
Hin árlega haustvaka Kvennakórs Garðabæjar verður haldin föstudagskvöldið 31. október kl. 20 í Kirkjuhvoli (safnaðarheimili Vídalínskirkju).
Hin árlega haustvaka Kvennakórs Garðabæjar verður haldin föstudagskvöldið 31. október kl. 20 í Kirkjuhvoli (safnaðarheimili Vídalínskirkju).
Að þessu sinni verða gestir kvöldsins þau Jóhann Sigurðarson leikari og bæjarlistamaður Garðabæjar, Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur og Sveinbjörn Finnsson nemandi í píanóleik við Tónlistarskóla Garðabæjar. Kvennakórinn býður upp á fjölbreytt lagaval á vökunni.
Sjá einnig upplýsingar um Kvennakórinn á heimasíðu kórsins, www.kvennakor.is
Aðgangseyrir 1500 kr.-lífeyrisþegar 1200 kr.