23. júl. 2008

Sjáland - deiliskipulag

Breytingatillögurnar ná til lóðanna Striksins 1-7, Löngulínu 20-26, 28-32 og 33-35, Nýhafnar 2-6 og Löngulínu 16

Auglýsing um deiliskipulagsbreytingar í Garðabæ

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með eftirfarandi deiliskipulagstillögur og breytingar á þeim  skv  25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. 

1. Sjáland, deiliskipulag, Strikið 1-7

Breytingartillagan nær til lóðarinnar Strikið 1-7 og er tilkomin vegna áforma um byggingu hjúkrunarheimilis. Breytingartillagan gerir ráð fyrir þjónustuseli/hjúkrunarheimili fyrir 66 vistmenn og 56 þjónustuíbúðum fyrir aldraða.

Gildandi skipulag gerir ráð fyrir byggingarreit meðfram Strikinu fyrir 6 hæða byggingu og 2 hæða byggingu og bensínstöð nær Vífilsstaðavegi. Breytingartillagan gerir hinsvegar ráð fyrir því að byggingarreitur verði tvískiptur, fyrir 4 hæðir að vestanverðu en allt að 5 hæðir að austanverðu. Lögun þeirra breytist og byggingarreitur fyrir hærri hús færist nær Vífilsstaðavegi að hluta. Ákvæði um bensínstöð er fellt út samkvæmt tillögunni.

2. Sjáland, deiliskipulag, Langalína 20-26, 28-32 og 33-35, Nýhöfn 2-6 og Langalína 16.
Breytingartillagan gerir ráð fyrir eftirfarandi breytingum á skilmálum deiliskipulagsins sem nær til ofangreindra lóða:
Breyting  á flatarmáli í bílakjallara: Eftirspurn eftir rúmgóðum bílageymslum og almennu geymslurými hefur aukist.  Bílastæðaþörf í Sjálandi er meiri en deiliskipulag gerir ráð fyrir en þannig verður unnt að gera fleiri en eitt bílastæði í kjallara fyrir sumar íbúðir. Grenndaráhrif vegna stærri bílakjallara eru engin þar sem að um niðurgrafin rými er að ræða. Gert er ráð fyrir að flatarmál bílakjallara aukist um 10 fm á hverja íbúð.
Breyting á kóta aðalhæðar um 20 cm. Hús þessi  eru öll á sjávarbakka. Við þær aðstæður yrði bygging húsa mun auðveldari  ef kjallaragólfi væri lyft lítillega. Bent er á að sjö sinnum á ári fer sjávarhæð í kóta 2.8 sem veldur erfiðleikum í gerð grunna. En samkvæmt tillögunni er hámarkshæð hússins óbreytt.
Breyting á íbúðafjölda að Löngulínu 20-26 og Löngulínu 28-32 er í kjölfar húshönnunar. Heildarfjöldi íbúða á þessum tveim lóðum breytist ekki né heildarflatarmál íbúðahæða hvors húss fyrir sig.

Tillögurnar liggja frammi á bæjarskrifstofum Garðabæjar, Garðatorgi 7, frá 24. júlí til og með 4. september 2008. Þær eru ennfremur aðgengilegar hér á vef Garðabæjar. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til þess að skila inn athugasemdum rennur út miðvikudaginn 4. september 2008. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Garðabæjar og skulu þær vera skriflegar og undirritaðar.  Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir þeim.

Arinbjörn Vilhjálmsson
skipulagsstjóri Garðabæjar

Strikið 1-7, breytingauppdráttur
Strikið 1-7, skýringarmynd

Nýhöfn 2-6 og Langalína 16 og Langalína 20-26, 28-32 og 33-35, tillaga að deiliskipulagsbreytingu