Deiliskipulag miðbæjar
Auglýsing um kynningu deiliskipulagsbreytingar í Garðabæ
Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með kynningu á eftirfarandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Miðbæjar Garðabæjar, efra svæðis, samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br.
Miðbær Garðabæjar, efra svæði, deiliskipulagsbreyting.
Tillagan gerir ráð fyrir eftirfarandi breytingum:
- Að hæsti kóti við Garðatorg 1 og 4 hækki um 1,5 m. Í frumhönnun hefur verið dregið úr massa 4.og 5.hæðar (m.a. rishæð) og verða hærri húshlutar nú 6 í stað 8 sem minnkar skuggavarp og opnar fyrir útsýni. En til þess að húsin njóti sín betur er óskað eftir hækkun sem mun verða nýtt til að hækka húsmæna bygginganna sem snúa göflum að torgi.
- Að akstursrampur af torgi niður í bílakjallara færist til austurs. Þannig verður unnt að draga úr umfangi rampans, bæta umferðarflæði á torginu og fjölga bílastæðum við Garðatorg 5 og 7.
- Að þjónustulóð við Hrísmóa 17 verður útfærð betur. Gert verður ráð fyrir skábraut í kjallara ásamt byggingarreit í kjallara sem hýsir sorpgáma og aðra þjónustu í tengslum við kjallara Garðatorgs 2.
Tillagan liggur frammi á bæjarskrifstofum Garðabæjar, Garðatorgi 7, frá 28. maí til og með 9. júlí 2008. Þær eru ennfremur aðgengilegar á vef Garðabæjar.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdum rennur út miðvikudaginn 9. júlí 2008.
Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Garðabæjar og skulu þær vera skriflegar og undirritaðar. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni.
Arinbjörn Vilhjálmsson
skipulagsstjóri Garðabæjar
Tillagan:
Miðbær fyrir breytingu 1
Miðbær fyrir breytingu 2
Miðbær eftir breytingu 1
Miðbær eftir breytingu 2
Skýringarmynd