11. jan. 2023

PMTO foreldranámskeið

PMTO foreldranámskeið fyrir foreldra barna með samskipta og hegðunarerfiðleika verður haldið í Garðabæ á miðvikudögum kl. 17:00 – 19:30 í alls 8 skipti vorið 2023.

  • PMT foreldrafærni
    PMT foreldrafærni

PMTO foreldranámskeið fyrir foreldra barna með samskipta og hegðunarerfiðleika verður haldið í Garðabæ á miðvikudögum kl. 17:00 – 19:30 í alls 8 skipti vorið 2023. Námskeiðið fer fram í félagsmiðstöðinni Jónshúsi, Strikinu í Garðabæ.

Námskeiðið hefst 22. febrúar 2023.
Þátttökugjald er 17.000 kr. fyrir fjölskyldu. Innifalið eru námskeiðsgögn og veitingar.

Gert er ráð fyrir að báðir foreldrar komi á námskeiðið. Lágmarksþátttaka eru sjö fjölskyldur, svo unnt verði að halda námskeið.

PMTO stendur fyrir Parent Management Training – Oregon aðferð, og er sannprófað meðferðarprógramm ætlað foreldrum barna með samskipta- og/eða hegðunarerfiðleika. Úrræðið hentar foreldrum barna á leik -og grunnskólaaldri. Rannsóknir hafa leitt í ljós að aðferðir PMTO draga úr hegðunarerfiðleikum barna og hefur auk þess jákvæð áhrif á samskipti innan fjölskyldu og frammistöðu barna í námi.

Á námskeiðinu er lögð áhersla á vinnu með verkfæri PMTO og sveigjanleika til að mæta þörfum hverrar fjölskyldu. Unnið er með ákveðna grunnþætti til að stuðla að jákvæðari hegðun barna og draga úr hegðunarerfiðleikum. Foreldrar vinna með verkfærin heima á milli tíma. Meðal verkfæra sem unnið er með eru:

  • Skýr fyrirmæli
  • Hvatning
  • Virk samskipti
  • Tilfinningastjórn
  • Mörk
  • Lausnaleit

Upplýsingar og skráning

Skráning fer fram í gegnum Þjónustugátt Garðabæjar á eyðublaði undir "05. Félagsþjónusta", merkt ,,Umsókn um PMTO foreldrafærni“.
Umsóknarfrestur er til og með 25. janúar 2023

Haft verður samband við umsækjendur 30. janúar – 3. febrúar 2023.

Leiðbeinendur á námskeiðinu verða Berglind B. Sveinbjörnsdóttir uppeldisfræðingur M.ed. og PMTO meðferðaraðili og Ásdís Emilía Gunnlaugsdóttir sérkennsluráðgjafi og PMTO meðferðaraðili.

Frekari upplýsingar má fá hjá þjónustuveri Garðabæjar í síma 525-8500.