24. jan. 2020

Stuðningsfjölskyldur óskast

Fjölskyldusvið Garðabæjar óskar eftir að ráða stuðningsfjölskyldur fyrir fötluð börn.

  • Vefmynd_studningsfjolskyldur_freeimages

Fjölskyldusvið Garðabæjar óskar eftir að ráða stuðningsfjölskyldur fyrir fötluð börn.

Hlutverk stuðningsfjölskyldu er að taka barn eða börn tímabundið í umsjá sína í þeim tilgangi að létta álagi af fjölskyldu þeirra. Stuðningsfjölskylda léttir ekki einungis álagi af fjölskyldum heldur gefur það barninu möguleika á aukinni félagslegri þátttöku.

Um er að ræða 2-4 sólarhringa í mánuði og er gerður samningur þar um.

Greiðslur til stuðningsfjölskyldu eru verktakagreiðslur samkvæmt reglugerð Garðabæjar um stuðningsfjölskyldur fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra.

Hægt er að sækja um á íbúavefnum Mínum Garðabæ.

Frekari upplýsingar veitir:
Pála Marie Einarsdóttir, ráðgjafarþroskaþjálfi á fjölskyldusviði Garðabæjar,  palaei@gardabaer.is