30. sep. 2022

Sviðsstjóri umhverfissviðs

Garðabær leitar að framsæknum leiðtoga með skýra sýn sem er jafnframt drífandi og öflugur. Viðkomandi verður hluti af stjórnendateymi sem leiðir uppbyggingu samfélagsins í Garðabæ og metnaðarfulla þjónustu. Starfið heyrir undir bæjarstjóra Garðabæjar.

Hlutverk sviðsins er að tryggja faglegt starf og fjárhagslega hagkvæman rekstur þeirra málaflokka og deilda sem undir sviðið heyra ásamt því að annast jákvæða og skilvirka þjónustu við bæjarbúa og aðra sem til sviðsins leita.

Megin­verk­efni sviðsins eru nýfram­kvæmdir og viðhalds­verk­efni á vegum sveit­ar­fé­lagsins, rekstur og viðhald veitu­kerfa, umhverfis- og hrein­læt­ismál og umsjón með fast­eignum.

Á umhverfissviði starfa 35 starfsmenn. Sviðið skiptist í eftirfarandi starfssvið; embætti byggingarfulltrúa, embætti skipulagsstjóra, eignasjóð, garðyrjudeild, Samveitu Garðabæjar, þjónustumiðstöð og almenna skrifstofu.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Daglegur rekstur umhverfissviðs.
  • Umsjón með afgreiðslu erinda og stjórnsýslumála er varða verkefni sviðsins.
  • Umsjón með gerð fjárhagsáætlunar sviðsins og framkvæmd hennar.
  • Vinna að þróun uppbyggingar í bæjarfélaginu í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar.
  • Undirbúningur og framkvæmd stærri verkefna er heyra undir sviðið í samráði við hagsmunaaðila hverju sinni.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólapróf í verkfræði eða hliðstæðum greinum.
  • Meistarapróf eða önnur framhaldsmenntun er æskileg.
  • Framúrskarandi leiðtoga-, samstarfs- og samskiptahæfni.
  • Reynsla af stjórnun og rekstri.
  • Reynsla og þekking í skipulags-, mannvirkja- og umhverfismálum.
  • Góð verkkunnátta og víðtæk reynsla við stjórnun stærri verkefna.
  • Reynsla og þekking á opinberri stjórnsýslu, lögum, reglum og stöðlum sem starfinu tilheyra
  • Sjálfstæði, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð.
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku.


Garðabær er vaxandi samfélag í mikilli uppbyggingu þar sem lífsgæði og náttúrugæði fara saman. Hjá Garðabæ starfar samhentur hópur stjórnenda og starfsmanna með mikinn metnað til að veita íbúum framúrskarandi þjónustu á öllum sviðum og auðga mannlíf og bæjarbrag.

Umsóknarfrestur er til og með 10. október 2022.

Við hvetjum metnaðarfulla einstaklinga til að sækja um, óháð kyni og uppruna.

Ráðningarfyrirtækið Vinnvinn hefur umsjón með umsóknum í starf samskiptastóra Garðabæjar.
Sjá auglýsingu um starfið hér á vef Vinnvinn þar sem einnig er hægt að senda inn umsókn um starfið.

Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að sinna starfi sviðsstjóra.

Umsjón með starfinu hafa Auður Bjarnadóttir ( audur@vinnvinn.is ) og Garðar Óli Ágústsson ( gardar@vinnvinn.is ).