16. okt. 2020

Endurbætur á gatnamótum Vífilsstaðavegar og Hafnarfjarðarvegar

Unnið er að endurbótum á gatnamótum Vífilsstaðavegar og Hafnarfjarðarvegar. Akreinum verður fjölgað og ný umferðarljós sett upp. Búast má við töfum á umferð um gatnamótin vegna þessa.

Unnið er að endurbótum á gatnamótum Vífilsstaðavegar og Hafnarfjarðarvegar. Akreinum verður fjölgað og ný umferðarljós sett upp til að bæta umferðarflæði.

Vegna framkvæmdanna þarf að þrengja að umferð og eru ökumenn beðnir að virða merkingar á vinnusvæðinu. Stefnt er að því að framkvæmdum verði lokið seint í nóvember.