21. nóv. 2018

Tilnefningar á íþróttamönnum Garðabæjar 2018

Í tilefni af vali á íþróttakarli og íþróttakonu Garðabæjar óskar íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar eftir ábendingum um íþróttafólk sem stundar sína íþrótt með félagi utan Garðabæjar.

  • Íþróttamaður Garðabæjar
    Íþróttamaður Garðabæjar 2017.

Í tilefni af vali á íþróttakarli og íþróttakonu Garðabæjar óskar íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar eftir ábendingum um íþróttafólk sem stundar sína íþrótt með félagi utan Garðabæjar.

Íþróttamaður Garðabæjar getur aðeins sá eða sú orðið sem stundar íþróttir með félagi sem starfar í Garðabæ, eða er íbúi í Garðabæ en stundar íþrótt sína utan Garðabæjar enda sé íþróttin ekki í boði innan Garðabæjar.

Sæmdarheitið íþróttakarl eða Íþróttakona Garðabæjar er að jafnaði ekki veitt íþróttamönnum yngri en 18 ára og aldrei yngri en 16 ára.

Vinsamlega hafið upplýsingarnar um viðkomandi íþróttamann sem nákvæmastar til að hægt verði að styðjast við þær við val á íþróttamanni Garðabæjar. Teljið upp nafn, kt., heimilisfang, íþróttafélag og íþróttaafrek viðkomandi íþróttamanns.

Val á íþróttakarli og íþróttakonu Garðabæjar fer fram með opinni vefkosningu á vef Garðabæjar www.gardabaer.is yfir hátíðirnar. Atkvæði í þeirri kosningu vega á móti kosningu innan íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar.

Ábendingar þurfa að berast  til Kára Jónssonar íþróttafulltrúa Garðabæjar með tölvupósti karijo@gardabaer.is  í síðasta lagi 5. desember 2018.