23. sep. 2020

Vífilsstaðavegur fræstur frá Litlatúni að Hafnarfjarðarvegi fimmtudaginn 24. september

Unnið er að breikkun Vífilsstaðavegar frá Litlatúni að Hafnarfjarðarvegi. Götuhlutinn verður fræstur fimmtudaginn 24. september og má reikna með töfum á umferð á meðan á framkvæmdunum stendur.

Unnið er að breikkun Vífilsstaðavegar frá Litlatúni að Hafnarfjarðarvegi. Götuhlutinn verður fræstur fimmtudaginn 24. september og má reikna með töfum á umferð á meðan á framkvæmdunum stendur. Áætlaður tími framkvæmda er frá kl. 09:00 til kl. 16:00 og byrjað verður á að loka norður akrein frá Hafnarfjarðarvegi og því næst verður syðri akrein tekin á sama hátt. Reynt verður að halda götunni opinni eins og mögulegt er en líklegt er að á einhverjum tíma dagsins þurfi bílar að fara hjáleið um Goðatún eða Arnarnesveg.

Ökumenn eru beðnir um þolinmæði á meðan þessum framkvæmdum stendur og beðist er velvirðingar á þeim truflunum sem þær geta valdið.