Réttindasmiðja í Flataskóla
Í réttindasmiðju í Flataskóla var tekist á við verkefni sem snúast með beinum hætti um lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, sjálfbærni, læsi, heilbrigði og velferð og sköpun.
Rætt var um hvort að séu til "réttindi jarðarinnar" og hvernig við tökum tillit til hvors annars og allra í heiminum með því að fara vel með plánetuna okkar. Í þessu tilliti er unnið mikið með Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærra þróun. Mannréttindi eru ein af grunnstoðum sjálfbærni – en þá fara saman, mannréttindi, umhverfi, samfélag og efnahagslíf og því þarf að huga að því hvernig allt þetta rúmast saman á einni plánetu, því við höfum bara eina.
Lesa má meira um réttindasmiðjuna á vef Flataskóla