Garðakortið - aðgöngukort í sundlaugar

Garðakort

Gestir sundlauganna í Garðabæ geta afgreitt sig sjálfir með Garðakortinu. Það eru 2 tegundir af Garðakortum - stafrænt kort sem fer í síma og eldri gerð plastkorta.  Til þess að kaupa kort í símann er farið á gardakort.is, aðgangur sem kaupa á valinn og greitt fyrir með greiðslukorti. Síminn er svo borinn upp að sérstökum skanna til þess að fá aðgang að sundlauginni. Plastkortin eru á hinn bóginn keypt í afgreiðslum sundlauganna og þar er einnig hægt að fylla á þau. Plastkortið er á stærð við krítarkort. Báðar tegundir korta eru gefin út á tiltekinn einstakling og eiga einungis að vera notuð af þeim einstaklingi. Við komu í sund er annað hvort síminn eða plastkortið lagt að skanna sem gefur grænt ljós ef inneign er fyrir hendi en annars kemur rautt ljós.

  1. Stafræn kort í símann
    a) Stafrænt kort í símann er keypt á sölusíðu kortanna, gardakort.is Ef kort er útrunnið eða skiptakort fullnýtt er farið aftur á gardakort.is til að kaupa nýtt stafrænt kort í símann.
    b) Stafrænu kortin koma um leið og búið er að greiða fyrir þau á gardakort.is og í Iphone fara kortin inn í Wallet en í Samsung/Android símum fara kortin inn í Google Wallet (athuga var áður í veskislausninni/appinu SmartWallet).
    c)Kvittun fyrir stafrænu kortin má finna í þjónustugátt Garðabæjar undir flipanum Gjöld.
    d) Ef korthafi stafræns korts hefur tekið kortið út úr veskislausn eða skipt um síma getur viðkomandi fundið slóð í kortið sitt í tölvupósti frá noreply@smartsolutions.is ef viðkomandi hefur gefið upp netfang við kaup á kortinu. Annars þarf að senda póst á netfang Garðabæjar gardabaer@gardabaer.is og með upplýsingum til að óska eftir slóð á kortið.
  2. Áfyllingarkort úr plasti
    a)Plastkort eru keypt í afgreiðslum sundlauganna og þar er líka hægt að kaupa áfyllingu á þau. Stofnkostnaður er fyrir plastkort í fyrsta skipti og einnig ef kort glatast eða þarfnast endurnýjunar. Inneign á plastkortum er ekki færanleg yfir á stafrænu kortin. Öll árskort eru gefin út á nafn og kennitölu sem prentað er á kortið.
  3. Gjaldfrjáls aðgangur
    a) Kortin eru gjaldfrjáls fyrir 17 ára og yngri og fyrir 67 ára og eldri og geta báðir aldurshópar sótt sér stafræn árskort í símana með því að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum á gardakort.is.
    b) Aðrir hópar sem fá gjaldfrjálsan aðgang í sundlaugar, svo sem öryrkjar geta einnig sótt stafræn árskort með því að fyrst senda tölvupóst á netfang Garðabæjar, gardabaer@gardabaer.is
    c) Allir þessir hópar geta jafnframt fengið plastkort (en greiða stofnkostnað fyrir plastkortin) með því að framvísa skilríkjum í afgreiðslu sundlauganna.
    d) Stofnkostnaður er á plastkortum sem greiðist aðeins í fyrsta skipti og ef kort glatast og þarfnast endurnýjunar (sjá gjaldskrá sundlauga hér). Enginn stofnkostnaður er á stafrænu kortunum. Þessir aldurshópar fá ársmiða inn á sín kort endurgjaldslaust áfram sem hingað til. Slík persónugerð kort erfast ekki til annarra. 

Afhending korta og kvittanir

Ný plastkort eru afhent vikulega, í fyrsta lagi síðdegis á föstudögum hafi verið sótt um þau á miðvikudeginum í sömu viku. Greiðslukvittun fyrir plastkort er hægt að fá í sundlaugum Garðabæjar.

Stafrænu kortin koma um leið og búið er að greiða fyrir þau á gardakort.is og í Iphone fara kortin inn í Wallet en í Samsung/Android símum þarf að sækja appið GoogleWallet og setja kortið þar inn.

  • ATH frá og með 2. október 2025 er ekki hægt að nota appið/veskislausnina SmartWallet fyrir Android/Samsung heldur þarf að nota GoogleWallet. Ef kort er í nýjustu útgáfu af SmartWallet er hægt að færa það með einum smelli yfir í GoogleWallet. Kort sem eru í eldri útgáfu af SmartWallet hafa fengið meldingu um að uppfæra í nýjustu útgáfuna til að geta svo fært yfir í GoogleWallet.
  • Kvittun fyrir stafrænu kortin má finna í þjónustugátt Garðabæjar undir flipanum Gjöld.