Garðaskóli
Vefur Garðaskóla er tímabundið óvirkur.
V. Vífilstaðaveg
Sími: 5902500
Netfang: gardaskoli@gardaskoli.is
Skólanámskrá Garðaskóla
Skóladagatal
Um Garðaskóla
Í Garðaskól stunda tæplega 600 nemendur nám í 8. – 10. bekk. Nemendur koma úr öllum hverfum Garðabæjar auk þess sem um 5-7% nemenda eru búsettir í öðrum sveitarfélögum. Gott samstarf er á milli Garðaskóla og annarra grunnskóla bæjarins um flutning nemenda milli skóla.
Í Garðaskóla er unglingum boðið að taka þátt í fjölbreyttu félagslífi og námsumhverfi við hæfi hvers einstaklings. Skólinn státar af öflugri fagkennslu bæði í bóklegum og verklegum greinum. Fagstjórar halda utan um starfið í stærstu fagdeildunum og stýra vinnu fagkennara en kennslan byggir á mikilli samvinnu þeirra. Hefðbundið skólastarf er reglulega brotið upp t.d. með „Gagn og gaman“ þemadögum að hausti og ýmsum uppákomum í skólanum svo sem leiksýningum og fræðsluerindum.
Nemendur í 8. bekk eru í bekkjakerfi sem styður við þá félagslega á meðan þau eru að laga sig að vinnubrögðum og skólabrag. Áhersla er lögð á að nemendur fái gott svigrúm sitt fyrsta ár í skólanum til að aðlagast vinnubrögðum og samskiptareglum skólans. List- og verkgreinar skipa stóran sess í stundatöflum 8. bekkja. Bekkirnir eru blandaðir, reynt er að hafa svipaðan nemendafjölda og kynjablöndun í öllum umsjónarbekkjum. Stuðningur við nám og hegðun fer að mestu leyti fram inni í bekkjardeildum.
Að loknum 8. bekk geta nemendur valið sér námsleið úr fjölbreyttu úrvali áfanga á grunnskólastigi, í skyldunámsgreinum og vali, bóklegu námi og verklegu. Þeir nemendur sem geta og vilja eiga kost á að flýta för sinni í átt að stúdentsprófinu með því að taka framhaldsskólaáfanga sem kenndir eru í Garðaskóla í nánu samstarfi við Fjölbrautaskólann í GAraðbæ.
Í 9. og 10. bekk eykst val nemenda og stundatöflur þeirra eru lagaðar að áhuga og námslegum þörfum hvers og eins. Slík einstaklingsmiðun er möguleg í krafti hópa- og ferðakerfis skólans sem byggt er upp á svipaðan hátt og áfangakerfi fjölbrautaskóla. Nemendum er skipt í námshópa innan hverrar faggreinar eftir óskum þeirra og hæfni í náminu. Í ensku, íslensku og stærðfræði er nemendum skipt í ferðir eftir því að hvaða hæfni þeir stefna. Farið er yfir sömu námssvið í öllum ferðum en verkefni, vinnubrögð og námsgögn geta verið mismunandi. Í hraðferðum er stefnt að meiri og fjölbreyttari hæfni en í hægferðum en markmiðið er ávallt að mæta nemendum þar sem þau eru stödd og styrkja grunnfærni þeirra og hæfni fyrir áframhaldandi nám. Innan hverrar greinar eru sett ákveðin viðmið fyrir röðun í ferðirnar. Teymi fagkennara raðar nemendum í ferðir í hverri grein og staða nemenda gagnvart hæfniviðmiðum um áramót ræður mestu um röðunina. Röðun í ferðir er endurskoðuð þegar þörf er á. Í grófum dráttum má lýsa ferðunum á eftirfarandi hátt:
Einkunnarorð Garðaskóla eru FRELSI – ÁBYRGÐ – VELLÍÐAN – ÁRANGUR. Við trúum því að hvert og eitt okkar eigi að hafa frelsi til að tjá sig og þróa sína hæfileiga og leggjum áherslu á að allir taki ábyrgð á eigin námi, hegðun og framlagi til skólasamfélagsins. Þegar frelsi og ábyrgð eru í jafnvægi stuðlar það að vellíðan sem er frumforsenda þess að hver og einn nái árangri í samræmi við eigin styrkleika.
Garðaskóli er umhyggjusamt og metnaðarfullt samfélag. Rík áhersla er lögð á gott samstarf allra aðila og umsjónarkennarar gegna lykilhlutverki í samskiptum við heimilin. Nemendur, starfsfólk og forráðafólk eru virkjuð til trúnaðarstarfa af ýmsu tagi. Þessi störf eru unnin í nefndum og ráðum sem skipuð eru í upphafi hvers skólaárs og bera ábyrgð á framvindu ákveðinna verkefna í starfi skólans og samstarfi við nærumhverfið. Virk þátttaka nemenda í lýðræðislegu samfélagi er byggð upp með markvissri þjálfun nemenda í samræðufærni og gagnrýninni hugsun; og með því að gefa þeim sess í samfélagi þar sem hlustað er á alla aðila og stöðugt leitað leiða til að gera góðan skóla enn betri.
Stjórnendur Garðaskóla
Ásta Huld Henrysdóttir Aðstoðarskólastjóri astahuld@gardaskoli.is
Guðný Þóra Friðriksdóttir Deildarstjóri stoðþjónustu gudny@gardaskoli.is
Hjördís Eva Ólafsdóttir Deildarstjórni nemendamála og ÍSAT hjordisolaf@gardaskoli.is
Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Deildarstjóri nemendamála hjordisgu@gardaskoli.is
Hjörtur Jónsson Skrifstofurstjóri hjorturjo@gardaskoli.is
Jóhann Skagfjörð Magnússon Skólastjóri johannmagn@gardaskoli.is
Kristjana Fjóla Sigursteinsdóttir Deildarstjóri nemendamála kristkama@gardaskoli.is
Foreldrafélag Garðaskóla
Arndís Þorvaldsdóttir, ritari/formaður
Guðjón Örn Björnsson, ritari/formaður og fulltrúi í skólaráði
Guðrún Yrsa Richter, gjaldkeri
Kristmundur Carter, meðstjórnandi og tengiliður við Grunnstoð
Sigurjón Oddsson, meðstjórnandi
Unnur B. Johnsen, gjaldkeri