Rafræn skóladagatöl
Dagatöl leik- og grunnskóla Garðabæjar eru nú aðgengileg á rafrænu formi, foreldrar og forráðafólk geta með einföldum hætti sótt dagatöl og flutt inn í sitt almanak, hvort sem það er í umhverfi Google, Apple eða Microsoft Outlook.
Markmiðið með því að bjóða upp á skóladagatöl í rafrænu formi er að veita foreldrum og forráðafólki góða yfirsýn á einfaldan og aðgengilegan hátt. Ef breytingar eru gerðar á rafrænum dagatölum, til dæmis ef nýir viðburðir eru settir inn eða núverandi viðburðir færðir til, þá uppfærist dagatalið sjálfkrafa hjá þeim sem hafa sótt það.
Athugið að Garðabær getur ekki ábyrgst að allir viðburðir skili notendum áminningum (e. notifications), hver og einn notandi þarf að skoða hvernig áminningar eru stilltar í sínu tæki.
Meðfylgjandi eru leiðbeiningar um hvernig er hægt að nálgast skóladagatöl Garðabæjar á rafrænu formi.
- Opnið calander.google.com
- Í flipanum „Other Calanders“, ýtið á +
- Veljið „add calander from URL“ eða bætið við iCal hlekk
- Dagatalið á nú að verða sýnilegt undir „other calanders“
Microsoft Outlook
- Farið í valstiku og velið „Add Calander“ og veljið dagatal „From Internet (eða subscribe from web)“
- Veljið URL hérna að neðan og setjið slóðina og ýtið á OK
Athugið Microsoft Outlook-umhverfi fyrirtækja eða stofnanna getur verið stillt með ákveðnum takmörkum sem gæti haft áhrif á hvort og hvernig dagatölin birtast.
Apple
- Opnið „add calander“
- Veljið „add subscription calander“
- Veljið iCal hlekkinn í „subscription URL“ og smellið á subscribe
Útbúin hafa verið tvö dagatöl, eitt fyrir leikskólastig og annað fyrir grunnskólastig.
Leikskólar:
(Outlook): Garðabær : Skóladagatal leikskóla
(iCal): https://calendar.google.com/calendar/ical/lsk.dagatal%40gbrskoli.is/public/basic.ics
Grunnskólar:
(Outlook): Garðabær: Skóladagatal grunnskóla
(iCal): https://calendar.google.com/calendar/ical/grsk.dagatal%40gbrskoli.is/public/basic.ics