Viðburðir

Ósk Laufdal

„Það er kominn vetur“ 1.11.2018 16:00 - 18:00 Bókasafn Garðabæjar

Ósk Laufdal er listamaður nóvembermánaðar í Bókasafni Garðabæjar í samstarfi við Grósku. Sýning hennar heitir „Það er kominn vetur“ og er formleg opnun þann 1. nóvember kl. 16-18.

Lesa meira
 

Fundur bæjarstjórnar Garðabæjar 1.11.2018 17:00 Safnaðarheimilið Kirkjuhvoll

Næsti fundur bæjarstjórnar Garðabæjar verður fimmtudaginn 1. nóvember kl. 17 í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli. 

Lesa meira
 

Hústónar á vinnustofusýningu í Hönnunarsafninu 1.11.2018 17:00 - 18:00 Hönnunarsafn Íslands

Torfi Fannar mun leggja prjónavélina til hliðar og taka upp plötuspilarana ásamt Ásláki Ingvarssyni og spinna saman house tónlist á milli kl 17 – 18 fimmtudaginn 1. nóvember í Hönnunarsafni Íslands.

Lesa meira
 
María Magnúsdóttir

Kvöldstund með bæjarlistamanni Garðabæjar 1.11.2018 20:00 Vídalínskirkja

Fimmtudagskvöldið 1. nóvember kl. 20:00 er bæjarbúum boðið á sérstaka tónleika í Vídalínskirkju. Þar mun núverandi bæjarlistamaður okkar Garðbæinga, söng- og tónlistarkonan María Magnúsdóttir koma fram ásamt tveimur af fyrrverandi bæjarlistamönnum okkar innan jazztónlistarsenunnar, þeim Sigurði Flosasyni saxófónleikara og Agnari Má Magnússyni píanista.

Lesa meira