Viðburðir

Kynningarfundur fyrir byggingarstjóra 18.9.2019 15:00 Sveinatunga

Nú hefur verið sett upp smáforrit (app) ætlað byggingarstjórum til að gera eigin úttektir. Forritið einfaldar ferlið að senda úttektir sem hafa verið gerðar, inn í kerfi Garðabæjar og Mannvirkjastofnunar. Haldinn verður kynningarfundur fyrir byggingastjóra miðvikudaginn 18. september kl. 15 í Sveinatungu þar sem forritið verður kynnt og virkni þessi sýnd.

Lesa meira
 
Bessastaðir

Lýðheilsuganga umhverfis Bessastaðatjörn 18.9.2019 18:00 - 20:00 Bessastaðir

Miðvikudaginn18. september kl. 18 er hist á bílastæði við Kasthúsatjörn og svo gengið meðfram sjávarsíðunni og umhverfis Bessastaðatjörn á Álftanesi. Það er alltaf hressandi að finna seltuilm í lofti og heyra sjávarniðinn. Leiðin er greiðfær og gengið á stígum alla leið. 

Lesa meira